Vinaliðaverkefnið


Markmið Vinaliðaverkefnisins Book Now

Jákvæðni og vellíðan

 • Aðalmarkmið Vinaliðaverkefnisins er að vinna gegn einelti með því að bjóða upp á jákvæða afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum.
 • Hreyfing nemenda eykst ef fjölbreytt úrval leikja er á skólalóðinni, færri eru alveg óvirkir.
 • Við viljum að öllum nemendum líði vel í sínum skóla og taki þátt með jákvæðni í að gera skólann sinn enn betri en hann er.
 • Nemendur sem takast á við hlutverk Vinaliðans fá frábæra leiðtogaþjálfun í gegnum hlutverkið.

Hlutverk Vinaliða Book Now

Vinaliði á að:

 • setja upp, taka þátt í og aðstoða við afþreyingu í frímínútunum
 • sýna öðrum nemendum sérstaka athygli sem og þeim sem eru einir í frímínútunum
 • láta vita af því ef hann heldur að nemendum í skólanum leiðist, séu einmana eða ef hann verður vitni að einelti og útilokun eða öðru sem getur valdið vanlíðan nemenda
 • fá dagsnámskeið í leikjum og ráðleggingar um hvernig hægt er að hvetja aðra í leik
 • fá stuðning og leiðsögn frá umsjónarmanni Vinaliðaverkefnisins í skólanum

Leiðtogaþjálfun Book Now

Vinaliðar eflast í leiðtogahlutverki sínu því:

 • Vinaliði fer á fundi reglulega og lærir hvernig á að vinna skipulag næstu tveggja vikna.
 • Vinaliði vinnur skipulag næstu tveggja vikna.
 • Vinaliði verður stýrandi í leik á skólalóðinni með stuðningi fullorðinna gæsluaðila.
 • Vinaliði lærir að meta ástand skólavallarins og fær að hafa áhrif þar til góðs.

Umfjöllun


í fjölmiðlum o.fl.

Vinaliðaverkefnið


Margvíslegur stuðningur

Kostnaður Hvað kostar eineltismál

Hvert eineltismál kostar miklu meiri pening heldur en árgjald í Vinaliðaverkefninu. Svo ekki sé minnst tilfinningar barnanna.

Ýtir Vinaliðaverkefnið undir leiðtoga þjálfun? Fá þjálfun og reynslu á skólalóðinni sinni í frítímanum

Yfir 90% verkefnastjóra sem starfa í Vinaliðaverkefninu segja að verkefnið sé til þess fallið að þjálfa upp jákvæða leiðtoga.

Er Vinaliðaverkefnið að draga úr ágreiningi nemenda? Ágreiningi sem skapast á skólalóðinni í frímínútum

Yfir 95% verkefnastjóra sem starfa í Vinaliðaverkefninu telja að svo sé.

Teymið


Verkefnstjórar

Sigríður Inga Viggósdóttir - vinalidar@vinalidar.is
Verkefnastjóri - 8688018